1.5.2007 | 18:49
1.maí ofan í bæ.
Sæl og blessuð öll sömul,
í dag er víst 1.maí og mér finnst sumarið bara vera komið, við hjónaleysin og afkvæmi okkar fórum niðrí bæ í skrúðgönguna, þar sáum við mikið af skrítnu fólki, t.d hina ýmsu frambjóðendur, konuna með skeggið og stöku erlenda ferðamenn sem fannst þetta voða skemmtilegt en vissu ekkert hvers við vorum að krefjast í kröfugöngunni okkar.
Við fórum í heimsókn niðrí Samfylkingarskrifstofu og grilluðum pylsur eins og brjálæðingar handa svöngum mannskapnum sem kominn var í rokið og kulið niðrí miðbæ, við kíktum inn hjá vinstri grænum á Nasa en þar var umhorfs eins við værum komin í erfidrykkju austur í sveitum þar sem kvenfélagið hafði bakað, smurt og steikt, og flestir hreppsbúarnir komnir á efri árin.
Athugasemdir
Þú á kommúnistasamkundu - það eina sem mér dettur í hug að segja er "what´s a nice girl like you doning in a place like this?"
Ingvar Valgeirsson, 3.5.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.