13.3.2008 | 01:02
Mig langar virkilega að fá útskýringu á því hvað HAARP er að gera hér ?
Ég er búin að liggja yfir síðum á netinu tileinkuðum HAARP en eftir að hafa hlustað á bylgjuna í fyrradag þar sem einhver maður hringdi inn og benti á þessa.... hvað get ég sagt....ógn?
Ég bendi ykkur á að Googla HAARP og lesa allt sem þið finnið um það!
Það lítur út fyrir að bandaríski herinn eigi 2 HAARP stöðvar á Íslandi , eina við Stokkseyri og aðra í Þykkvabæ, einnig eiga þeir 1 stöð á Finnlandi og 1 í Alaska.. áhugaverðar staðsetninga ekki satt!
Þetta er eitt hrikalegasta vopn bandaríkjamanna og lítur út fyrir að þeir geti lokað á allt hljóðsamband milli t.d Rússlands og Evrópu, þeir virðast geta skotið niður flugskeyti og flugvélar og jafnvel rústað heilu þorpunum, ef heimildir eru réttar.
Þeir eru að leika sér að því að steikja göt og lyfta jónahvolfinu og aðdráttarafl jarðar er breytilegt vegna þess......!
Þetta á að hafa áhrif á jarðskjálfta og eldgos og margt margt fleira.
Þeir voru að fikta við svona stöð í Mexíkó og á stóru svæði í kring urðu dýr ófrjó.
Ég segi ekki meir , skoðið þetta og athugið hvort ykkur finnist ekki að við eigum heimtingu á útskýringu frá utanríkisráðuneytinu !
Kv, Helena
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.