5.4.2007 | 11:28
Gleðilega Páska!
Jæja, þá eru páskarnir að keyra í hlaðið í enn eitt skiptið og akkurat núna er logn, sólskin og 0.8°hiti,
í fyrradag mældist hitinn á Neskaupsstað 20,6° og á austfjörðum víða fór hitinn upp í 20,4°....
nú er bra að bíða og sjá hvernig vorið og sumarið verður.
Mér fannst persónulega sumarið í fyrra vera síst af síðustu 5 sumrum, það var bæði kaldara, blautara og vindasamara en hin, t.d var vorið hræðilega kalt í fyrra og fór frostið í endaðann mai upp í -12° og rokið var um 20m/s upp við Gullfoss og öll trén sem voru komin á stað upp við sumarbústaðinn okkar frusu og allt fór í kerfi þannig að gróðurinn var mjög lengi að ná sér og óx þar af leiðandi lítið síðasta sumar.
Nú þarf ég að bretta upp ermarnar og fara út í garð að þrífa draslið sem að er búið að fjúka inn í hann yfir veturinn, og gera huggulegt fyrir utan stofugluggann hjá mér, hann Feitilíus og frúin hans eru farin að vappa hér fyrir utann gluggann að heimta epli og annað djúsí góðgæti, en þau eru skógarþrestir sem ég kynntist fyrir 7 árum þegar að ég flutti í þetta hús,þá var Feitilíus fljótur að átta sig á því að ef að ég sást úti þá var von á feitum ánamöðkum og öðru góðgæti fyrir fugla því ég var alltaf að moka og vesenast eða vökva svo maðkarnir komu upp á yfirborðið, það er bara verst að á meðan Þrestirnir eru að hakka í sig mat þá bíða kettirnir í röðum eftir að ná fuglunum - en Feitilíus er ekki hræddur við Dímon hundinn minn sem passar uppá að kettir haldi sig frá garðinum, fyrir kannski utann einn sem við köllum Rósa, hann fær að koma hingað inn í stofu og lepja rjóma og borða rækjur.
Nóg er nú komið af kjaftæði í bili, Gaukur og Íris Birna eru í sundi, síðan tekur við fermingarveisla hjá Dóru frænku þeirra, og eftir það þá brunum við í bústaðinn og höfum það gott.
Gleðilega páska allir !!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.