5.9.2007 | 00:46
Enn eitt haustið.
Jæja jæja.. loksins loksins... hér kemur blogg !
Við Gaukur reimuðum á okkur gönguskóna og skelltum nesti í tösku og keyrðum alla leið suður til IKEA í dag, við tókum daginn snemma því allra veðra er von á ferðalagi sem þessu, því fórum við með írisi Birnu í leikskólann óvenjusnemma og drifum okkur svo á stað,það er óhætt að segja að það hafi örlað á dálitlum spenningi á leiðinni enda svona ferðalag ekki daglegt brauð hjá okkur hjónaleysum, við komum við hjá Jóa Fel og Gaukur blæddi rúnstykkjum og hafrafittness á kerluna sína í tilefni dagsins, drykkjarföng höfðum við tekið með að heiman fyrr um morguninn ásamt tilheyrandi kælibúnaði og hitabrúsum.
Eftir að hafa neytt matarins lögðum við í hann á Subaru en við tókum ákvörðun um að fara á honum frekar en Jeppanum þar sem veturinn er nú ekki genginn í garð og flestir vegir í lagi jafnt í borg sem og á fjöllum, það fór nokkuð vel um okkur í bílnum og mösuðum við um heima og geyma á leiðinni, þegar að við fórum að nálgast fjörð nokkur er við Hafnir er kenndur gaf bíllinn til kynna að okkur færi að vanta eldsneyti, svo við renndum upp að verslun og Gaukur dældi sjálfur á bílinn enda subbugangur bensínafgreiðslumanna slíkur að enginn ætti að taka þá áhættu að greiða fyrir þá þjónustu, eða það hef ég heyrt !
Á leiðinni frá Hafnarfirði mauluðum við í okkur og drukkum kælda drykki með að frátöldu því þegar Gaukur fékk sér heitt kakó þegar við vorum á móts við Vífilsstaði og þótti honum það nokkuð gott enda uppskrift ömmu minnar.
Ekki er því að leyna að það glaðnaði nú heldur betur yfir okkur þegar við sáum grilla í IKEA bygginguna stóru og fannst okkur sem Subarúinn flygi síðasta spölinn og þótt okkur hafi reynst býsna erfitt að standa upp úr bílnum eftir alla þessa ferð varð gleðin í hjörtum okkar svo mikil að á endanum valhoppuðum við að innganginum..... það skal tekið fram að í IKEA er INNGANGUR og ÚTGANGUR og skyldi fólk varast að koma að ÚTGANGI, nema hvað við innganginn rákumst við á 2 af eðalbloggurum þessa lands, og tjáðu þau okkur hve dugleg þau væru að blogga og varð þetta til þess að er heim var komið eftir ferðina miklu að kaupa snaga snaraðist húsfrúin í tölvuna og dustaði rykið af bloggsíðunni sinni og vooollllllla!
Knús og kram og látið ykkur líða vel í myrkrinu.
Athugasemdir
Eitt sinn var sungið um "Ikea-drauminn" í laginu Yatzy . . . .
Grétar Örvarsson, 5.9.2007 kl. 01:23
Ekkert skemmtilegt lag... :)
En margfaldlega sorrýgefðu, elsku Helena mín, að ég komst ekki til þín um daginn. Var að spila í Hveragerði og kom heim um sex-leytið. En það var gaman, svakastuð, fjör og jafnvel gríðarleg gleði og borðin dönsuðu ofan á fólkinu.
Ingvar Valgeirsson, 5.9.2007 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.