Söngkeppni framhaldsskólanema.

Jæja. þá er söngkeppni framhaldsskólanema á lokið, ég fór norður á Akureyri með ca 40 manns og við rigguðum upp risatónleikum á laugardaginn 14.apríl, þar kom sá og sigraði Eyþór Ingi sem söng fyrir VMA af megnustu snilld, og ég viðurkenni það að á æfingunum á föstudeginum þá tók ég ekki eftir því hvað var verið að syngja á sviðinu þar sem að ég var yfir haus í verkefnum en þegar að hann hóf upp raust sína þá gat ég ekki annað en farið að horfa á....... mér finnst hann alveg magnaður!

Það var líka einróma álit dómaranna að hann fengi 1.sætið en dómarasætin skipuðu  Rokkdrottningin okkar Andrea Jóns á rás 2, Bríet Sunna Idolskvísa, Heiða Ólafs hmmmm... Idol :) , Jenni í Brainpolice og síðast en ekki síst Helena Eyjólfsdóttir söngdíva sem á einmitt 50 ára söngafmæli um þessar mundir og hlaut þann heiður að krýna kónginn í 1.sætið, og henni fannst ekkert leiðinlegt að Akureyringur skildi vinna keppnina.

Strákarnir í Buff spiluðu undir af stakri snilld að venju og héldu svo áfram að berja húðir, strengi og plast langt fram eftir nóttu á ballinu, en ég bendi á að þeir voru búnir að spila látlaust á æfingunum á föstudeginum frá 12:00 á hádegi til að ganga 12:00 á miðnætti og svo aftur á laugardeginum frá 12:00 á hádegi og fram eftir nóttu.

 

Tútturnar tvær Hera Björk og Helga Braga voru kynnar á keppninni og stóðu sig frábærlega, það er ekki auðvelt að vera drepfyndin á tveggja og hálfs mínútna fresti í tæpa 3 klukkutíma W00t

 Ég bíð bara eftir að Eyþór Ingi dembi sér í plötuútgáfu og vona að hann haldi sér í þessari tegund af tónlist áfram.

 

Over & out! 


5 vikur til Eurovison veislunnar miklu.

Nú eru ca 5 vikur fram að Eurovision í Helsinki í Finnlandi, og Eiríkur Hauks búinn að liggja og kósa sig í fyrsta sætinu á lagalistanum með lagið hans Sveins Rúnars "Ég les í lófa þínum" er  það ekki merki um að við bara rúllum keppninni upp ?   Whistling

Nei nei, ég segi nú bara svone , en ég vona að þeim gangi vel thuuu thuuu....ToungeOI6T1326


mbl.is Eiki trónir sem fyrr á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segja Íslenskir læknar ?

Hvað segja Íslenskir læknar?

Er þetta heilahimnubólga sem ekkert ráð er við eða hvað?

Það væri gaman að fá upplýsingar frá læknastéttinni. 


mbl.is Ótti vegna heilahimnubólgutilfella í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega Páska!

Jæja, þá eru páskarnir að keyra í hlaðið í enn eitt skiptið og akkurat núna er logn, sólskin og 0.8°hiti,

í fyrradag mældist hitinn á Neskaupsstað 20,6° og á austfjörðum víða fór hitinn upp í 20,4°....

nú er bra að bíða og sjá hvernig vorið og sumarið verður.

 

Mér fannst persónulega sumarið í fyrra vera síst af síðustu 5 sumrum, það var bæði kaldara, blautara og vindasamara en hin, t.d var vorið hræðilega kalt í fyrra og fór frostið í endaðann mai upp í -12° og rokið var um 20m/s upp við Gullfoss og öll trén sem voru komin á stað upp við sumarbústaðinn okkar frusu og allt fór í kerfi þannig að gróðurinn var mjög lengi að ná sér og óx þar af leiðandi lítið síðasta sumar.

 

Nú þarf ég að bretta upp ermarnar og fara út í garð að þrífa draslið sem að er búið að fjúka inn í hann yfir veturinn, og gera huggulegt fyrir utan stofugluggann hjá mér, hann Feitilíus og frúin hans eru farin að vappa hér fyrir utann gluggann að heimta epli og annað djúsí góðgæti, en þau eru skógarþrestir sem ég kynntist fyrir 7 árum þegar að ég flutti í þetta hús,þá var Feitilíus fljótur að átta sig á því að ef að ég sást úti þá var von á feitum ánamöðkum og öðru góðgæti fyrir fugla því ég var alltaf að moka og vesenast eða vökva svo maðkarnir komu upp á yfirborðið, það er bara verst að á meðan Þrestirnir eru að hakka í sig mat þá bíða kettirnir í röðum eftir að ná fuglunum - en Feitilíus er ekki hræddur við Dímon hundinn minn sem passar uppá að kettir haldi sig frá garðinum, fyrir kannski utann einn sem við köllum Rósa, hann fær að koma hingað inn í stofu og lepja rjóma og borða rækjur.

 Nóg er nú komið af kjaftæði í bili, Gaukur og Íris Birna eru í sundi, síðan tekur við fermingarveisla hjá Dóru frænku þeirra, og eftir það þá brunum við í bústaðinn og höfum það gott.

 

Gleðilega páska allir !! 


1.apríl er að renna sitt skeið.

Í dag er fyrsti 1.apríl í mjög mörg ár sem að sambýlismaðurinn minn nær ekki að hrekkja mig hrikalega, þeir sem að þekkja mig sjá það í hendi sér að ég þoli ekki þegar að hann nær að hrekkja mig aftur og aftur!!

 En núna er hann staddur utan þjónustusvæðis uppi á Langjökli að reyna að gera auglýsingu í hríðarbyl og ófærð og hefur ekki sofið nema í 1 1/2 tíma síðustu 3 sólarhringana og gerir sér akkurat enga grein fyrir því að í dag er 1.apríl. ( Um leið og ég rita þetta læðist að mér grunur um að hann sé bara að plata mig og sé kominn í bæinn og nái að hrekkja mig fyrir kl 24:00 )  en ég vona frekar að hann hafi náð að sofna til að safna orku fyrir næsta dag uppi á jökli.


BUGL og aðrar fjársveltar stofnanir !

Hefði nú ekki verið gáfulegra að nota alla þessa peninga í BUGL eða aðrar fjársveltar stofnanir sem bíða með sjúklinga í löngum röðum !

 Nei nei...... frekar er hlaupið á eftir dylgjum stjórnsjúkra og hefnigjarnra manna og peningunum ausið í vitleysuna sem er, að reyna að knésetja Baug.

Á sama tíma eru Olíufurstarnir og hægri vinirnir sýknaðir af öllum ákærum í samráðsmálinu,og málið þaggað niður eins og mögulegt er.

Við erum að borga hérna vissum mönnum fyrir að vinna í ríkisstjórn, bæðin núna og svo þeim sem eru hættir en þyggja samt laun...... svo virðist sem þessir menn hafi ekki nokkurn tíma aflögu til þeirrar vinnu því það hýtur að fara ómældur tími í það að knésetja Baug og hylma yfir með Sjálfstæðiskrimmunum öllum, og koma þeim undan dómum. 


mbl.is Kostnaður vegna sérfræðiþjónustu 55 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vorið er komið og grundirnar gróa.........

Það er óhætt að segja að ég lyftist öll upp þegar að veðrið er svona gott, sólin skín og ekki hreyfist hár á höfði, fuglagreyin í garðinum halda að það sé komið sumar og hakka í sig  niðurskorin epli og aðra ávexti sem að ég hendi út til þeirra í hreinum og víðfrægum höfðingskap mínum!

Akkurat núna sýnir hitamælirinn 12°hita, og ég er að spá í að fara í kuldagalla og grilla fyrir afmælisveislu tengdamömmu í kvöld, ætti kannski bara að halda matarboðið úti svona a la Islandia, með sultardropa á nefinu norpandi úti við að þamba heitt kakó með Strohi til að hafa kuldann af, síðan þyrfti ég að spæsa steikina nokkuð vel með Chilli til að fá nátturulegan hita í kroppinn á meðan máltíðinni stendur því ekki gætum við hoppað og barið okkur til hita á meðan að við borðum !

 

Ekki svo fráleit hugmynd, eða hvað ?184677184_3e0967d958

 


Gleðilegt Vor !

Æji ...það yljar manni nú alltaf um hjartaræturnar þegar að maður heyrir að Lóan sé komin, hér má sjá þessa elsku á vísindavefnum ásamt fróðlei um hana !

www.visindavefur.hi.is/myndir/loa_280306.jpg


mbl.is Lóa í fjörunni á Eyrarbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gæti mögulega verið meira cool en Eiki í leðurgalla á rúntinum :)

IMG_8710Ussss... ég segi bara eitt, Svíarnir vinna þetta ekki neitt, hann Eiki kemst örugglega ofar en þeir !!

Við íslendingar erum nú vön að bera Eurovison lögin okkar hálfa leið í 1.sætið með huganum og ég vona að við látum ekki deigan síga í þetta skiptið.

 

Áfram Eiki og Svenni !!


mbl.is Svíar telja sig sigurstranglega í Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með það !

Já, til hamingju með það kæru íþróttakonur þessa lands, því að til dæmis væri karlaboltinn ekki svona vinsæll ef ekki væri fyrir tímann sem að hann fengi í sjónvarpi og öðrum miðlum, nú fáið þið boltakonur kannski tækifæri til að espa upp áhuga landsmanna á ykkar leikjum,það væri nú ekki leiðinlegt.   Shocking
mbl.is RÚV ohf. ber að gæta kynjajafnréttis í íþróttumfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband