24.3.2007 | 16:49
Einn skemmtilegasti Gettu betur þáttur sem ég hef séð !
Í gærkvöldi kepptu MH og Mk í Gettu betur og ég held mér sé óhætt að segja að flestir sem á horfðu skemmtu sér hrikalega vel,en liðin voru hnífjöfn nánast allann tímann og síðan þurfti Davíð Þór Dómari að rífa upp umslagið fína og blása til bráðabana.
Lið MK vann að þessu sinni og ég verð að segja það að ég vorkenndi MSingum alveg agalega, enda voru þau ósköp aum eftir keppnina, en þau er samt sigurvegarar!
Til hamingju MKingar, þið stóðuð ykkur mjög vel og ég hlakka mikið til næsta föstudags þegar að MK mætir MR í Úrslitunum :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 17:24
Nær dauða en lífi eftir skelfilega lífsreynslu á heimili sínu í dag !
Shit.......ég hélt svo lengi niðrí mér andanum, í dag að ég nær dó !
Þar sem ég sat og maulaði í mig hádegishollustuna á heimili mínu (hljómar eins og Johnsen ;)
heyri ég að risaþota hrapar í átt að húsinu mínu, eða á leikskólann hennar Írisar eða eitthvað, svo heyrði ég óhljóðin í hreyflunum fjarlægjast, þá hringdi síminn og ég gleymdi þessu alveg , sennilega út af því að maður er alltaf að horfa á einhvern hrylling í sjónvarpinu svo ég er í góðri æfingu.
Síðar í dag sá ég svo á mbl.is að Airbus sem að er víst ein stærsta þota sem völ er á, flaug í lágflugi yfir húsið hjá mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 17:11
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)