Söngkeppni framhaldsskólanema.

Jæja. þá er söngkeppni framhaldsskólanema á lokið, ég fór norður á Akureyri með ca 40 manns og við rigguðum upp risatónleikum á laugardaginn 14.apríl, þar kom sá og sigraði Eyþór Ingi sem söng fyrir VMA af megnustu snilld, og ég viðurkenni það að á æfingunum á föstudeginum þá tók ég ekki eftir því hvað var verið að syngja á sviðinu þar sem að ég var yfir haus í verkefnum en þegar að hann hóf upp raust sína þá gat ég ekki annað en farið að horfa á....... mér finnst hann alveg magnaður!

Það var líka einróma álit dómaranna að hann fengi 1.sætið en dómarasætin skipuðu  Rokkdrottningin okkar Andrea Jóns á rás 2, Bríet Sunna Idolskvísa, Heiða Ólafs hmmmm... Idol :) , Jenni í Brainpolice og síðast en ekki síst Helena Eyjólfsdóttir söngdíva sem á einmitt 50 ára söngafmæli um þessar mundir og hlaut þann heiður að krýna kónginn í 1.sætið, og henni fannst ekkert leiðinlegt að Akureyringur skildi vinna keppnina.

Strákarnir í Buff spiluðu undir af stakri snilld að venju og héldu svo áfram að berja húðir, strengi og plast langt fram eftir nóttu á ballinu, en ég bendi á að þeir voru búnir að spila látlaust á æfingunum á föstudeginum frá 12:00 á hádegi til að ganga 12:00 á miðnætti og svo aftur á laugardeginum frá 12:00 á hádegi og fram eftir nóttu.

 

Tútturnar tvær Hera Björk og Helga Braga voru kynnar á keppninni og stóðu sig frábærlega, það er ekki auðvelt að vera drepfyndin á tveggja og hálfs mínútna fresti í tæpa 3 klukkutíma W00t

 Ég bíð bara eftir að Eyþór Ingi dembi sér í plötuútgáfu og vona að hann haldi sér í þessari tegund af tónlist áfram.

 

Over & out! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband